Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Ragnheiður Gröndal - 30 ára afmælistónleikar -

$
0
0

Ragnheiður Gröndal - 30 ára afmælistónleikar

Ragnheiður Gröndal heldur stórtónleika í Norðurljósasal Hörpu á 30 ára afmælisdegi sínum þann 15. desember næstkomandi.

Dagskráin verður spennandi ferðalag í gegnum feril hennar, en hún á að baki 8 plötur auk margra annarra verkefna. Ragnheiður hefur átt viðkomu í djassi, poppi og blús auk þess að gera plötur með einstæðri túlkun sinni á íslenskri þjóðlagatónlist. Mestmegnis hefur hún fengist við sínar eigin tónsmiðar þó að hún hafi gert verk annarra höfunda ódauðleg að sama skapi.
Hér er á ferðinni veisla fyrir alla sem notið hafa tónlistar Ragnheiðar á lífsleiðinni og verður tjaldað til veglegri hljómsveit með aðstoðarsöngvurum í hæsta klassa.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696