Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Útgáfutónleikar SamSam - Tónleikar fyrir alla

$
0
0
Frábærir tónleikar þar sem hljómsveitin SamSam spilar lög af nýútgefinni breiðskífu sinni.

Hljómsveitin SamSam var stofnuð af systrunum Hófí og Gretu Mjöll og er nafnið dregið af föðurnafnið þeirra enda eru þær Samúelsdætur. Systurnar hafa sungið saman frá blautu barnsbeini en láta nú drauminn loks rætast með plötuútgáfu SamSam.
Þær systur mæta með hljómsveit sinni ásamt vel völdum gestaspilurum og flytja öll lögin af fyrstu breiðskífu hljómsveitarinnar. Mörg af þessum lögum hafa notið töluverðra vinsælda á útvarpsstöðvum landsins nú þegar. En platan er samansafn af öllum lögum sem hljómsveitin og systurnar hafa samið og gefið út frá árinu 2006.

Öll lög á plötunni eru eftir Hólmfríði nema lagið Eftir Eitt Lag sem hljómsveitin fékk lánað á plötuna á íslensku og ensku. En það lag varð gríðarlega vinsælt í vor þegar Greta Mjöll söng það í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Allar útsetningar á öðrum lögum plötunnar voru í höndum hljómsveitarinnar.

Hljómsveitina SamSam skipa:
Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir, söngur/raddir
Greta Mjöll Samúelsdóttir, söngur/raddir og ukulele
Fannar Freyr Magnússon, rafmagnsgítar og kassagítar
Marinó Geir Lilliendahl, trommur og slagverk.
Guðmundur Reynir Gunnarsson, Píanó.
Steinþór Guðjónsson, Bassi.
Gestaspilarar kvöldsins:
Ari Bragi, Trompet
Aron Steinn, Saxafónn
Sigtryggur Baldurs, Slagverk.

Hugljúf og skemmtileg tónlist fyrir unga sem aldna í Salnum í Kópavogi.
Tryggið ykkur miða strax!

Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696