Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

SN árstíðirnar átta -

$
0
0

Maí er athyglisverður mánuður þar sem skjótt skiptast veður í lofti. Við getum átt von á stórhríð og blíðum sunnanvindum en þó ekki í einu. Hér gefst hinsvegar tækifæri til að njóta í Hamraborginni allt frá trylltum stormi til sólarblíðu. Á efnisskránni eru Árstíðirnar fjórar, eitt þekktasta og vinsælasta verk Antonios Vivaldis (1678-1741), og Árstíðirnar fjórar í Buenos Aires eftir Astor Piazzolla (1921-1992). Hver árstíð er tjáð á einstaklega áferðarfallegan og lýsandi hátt þar sem við ferðumst milli norðanvinda, munúðar vorsins, trega haustsins og sumarfagnaðar. Í Árstíðum Vivaldis heyrum við þyt í laufi, þrumur og eldingar, býflugnasuð og sögur af dönsum og veiðiferðum. Við upplifum grimma vinda og munúð. Í Árstíðum Piazzolla dönsum við ástríðufullan tangó þar sem spennan magnast í hverju spori og leiðir okkur út í frjálsan spuna þar sem fortíð mótar nútíð og við fögnum árstíðaskiptum með ljúfsárum trega og tilhlökkun.

Hljómsveitarstjóri: Guðmundur Óli Gunnarsson.

Einleikari: Greta Guðnadóttir

Greta hefur getið sér framúrskarandi orð fyrir fiðluleik. Hún lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1983, Mastersgráðu frá Manhattan School of Music í New York 1987 og doktorsprófi frá Florida State University í Flórídafylki 1995. Greta leiddi aðra fiðlu hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands 1992-2012 og frá árinu 2000 til vorsins 2014 starfaði hún sem konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Hún hefur unnið það verk af mikilli alúð og metnaði og átt stóran þátt í uppbyggingu hljómasveitarinnar og tónlistarlífs á Norðurlandi. SN þakkar henni innilega fyrir hennar framlag.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696