
Hin þekkta rússneska hljómsveit Moscow Virtuosi mun koma fram í Hörpu á tónleikum þann 4. október 2013 kl 20.00 undir stjórn fiðlusnillingsins Vladimir Spivakov ásamt undrabarninu hinum þrettán ára píanóleikara Daniel Kharitonov. Hljómsveitin var stofnuð árið 1979 og heldur yfir 100 tónleika árlega í öllum helstu tónleikasölum heims s.s. Carnegie Hall, Musikverrein í Vín, Concertgebouw í Amsterdam og Albert Hall í London, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem hún kemur fram á Íslandi. Hljómsveitarmeðlimir eru allir sigurvegarar í alþjóðlegum tónlistarkeppnum og hafa átt sinn feril sem einleikarar. Hljómsveitin mun flytja þekkt meistaraverk á tónleikunum í Eldborgarsal Hörpu á tónleikunum þann 4. október.
Efnisskrá;
W. A. Mozart; Sinfónía nr 29
W. A. Mozart; Píanókonsert nr 12
Einleikari; Daniel Kharitonov
HLÉ
Tchaikovsky; Serenaða fyrir strengi
stjórnandi; Vladimir Spivokov