
Hér koma saman tvær stórkostlegar tónlistarkonur, Adda Ingólfs og Margrét Rúnarsdóttir. Adda Ingólfs kemur fram í þetta skiptið ásamt hljómsveitinni Evu skipaðri Völu Höskuldsdóttir og Sigríði Eir Zoph. Margrét Rúnarsdóttir frumflytur efni dúettsins Foreign Mona ásamt Birki Rafni Gíslasyni.
Tónleikar hefjast kl. 16 og ferjan fer frá Skarfabakka 15.15.