Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Heimspíanistar í Hörpu - Nelson Goerner -

$
0
0

Nelson Goerner er meðal fremstu píanóleikara sinnar kynslóðar. Hann fæddist og lærði í Argentínu og hlaust fyrstu verðlaun í Frans Liszt Píanókeppninni í Buenos Aires árið 1986. Þaðan lá leið hans til Sviss, þar sem hann vann fyrstu verðlaun í Píanókeppni Geneva árið 1990.

Goerner hefur komið fram um gervalla Evrópu og í Ameríku, þ.m.t. á Salzburg, Schleswig-Holstein og Verbier hátíðunum og í sölum á borð við Musikverein í  Vín, Concertgebouw í Amsterdam og South Bank Centre og Wigmore Hall í Lundúnum. Hann hefur komið fram sem einleikari með fremstu hljómsveitum heims, svo sem London Philharmonic Orchestra , NHK hljómsveitinni í Tokyo, Suisse Romande, Hallé og Los Angeles Philharmonic. Hann kemur reglulega fram á BBC Proms.

Goerner hefur leikið kammertónlist með Takács  Kvartettinum, Janine Jansen, Julian Rachlin, Steven Isserlis, Gary Hoffman og Vadim Repin, ásamt dúó-tónleikum með mezzo-sópransöngkonunni Sophie Koch. Hann hefur auk þess flutt tónlist fyrir tvö píanó með Mörthu Argerich og Alexander Rabinovich.

Goerner hefur hljóðritað tónlist Chopin, Rachmaninov, Liszt og Busoni. Hljómplatan Chopin for Frederic Chopin Institute of Warsaw, sem tekin var upp á upprunahljóðfæri, fékk  Diapason d'Or verðlaunin, og hljóðupptökur Goerner  á  Chopin voru valdar Choice of the Month í BBC Music Magazine. Nýlegasta hljómplata Goerner, með tónlist Debussy, fékk  Diapason d'Or verðlaunin 2013.



Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696