Afmælisveisla Agent.is fer fram á Hendrix, Gullinbrú næstkomandi laugardagskvöld þar sem rjóminn af því heitasta á Íslandi í dag kemur fram.
Fram koma:
Muscleboy
Friðrik Dór
Úlfur Úlfur
Steindi Jr. & Bent
Áttan
Óli Geir
DJ & his Manager
Spliff, Donk & Gengja
Baldur Ólafs
Fyrir 7 árum síðan í litlu herbergi í Reykjanesbæ kom upp hugmynd, hugmynd sem var framkvæmd, hugmynd sem fékk nafnið Agent.is. Þetta byrjaði allt saman sem umboðsskrifstofa en er í dag eitt stærsta viðburðarfyrirtæki landsins.
Í gegnum árin hefur Agent.is snert hjörtu margra Íslendinga með allskyns viðburðum, stórum sem smáum, skemmtilegum sem leiðinlegum, fámennum sem fjölmennum, misheppnaða og vel heppnaða með nánast öllum stærstu tónlistarmönnum landsins. Auk þess hefur Agent.is fengið nöfn á borð við Tinie Tempah, Rudimental, Nicky Romero, Chase & Status, Hopsin, Outlandish, Far East Movement, The Temper Trap, Klaas, Micha Moor, Tim Mason, Tristan Garner, Dave Spoon og marga fleiri til landsins á tónleika sem lifir í hjörtum margra.
Vinsamlegast athugið
18 ára aldurstakmark er á viðburðinn.