Gleði og friðarjól
Pálmi Gunnarsson og Ragnheiður Gröndal
Í Eldborgarsal Hörpu þann 20. desember kl. 21:00
Á tónleikunum munu Pálmi, Ragheiður og gestir flytja fjölmargar þekktar jólaperlur og koma tónleikagestum í hátíðarskap. Nafn tónleikanna vísar í lagið Gleði og friðarjól í flutningi Pálma sem kom út á plötunni Friðarjól. Lagið hefur notið mikilla vinsælda frá því það kom fyrst út árið 1985 og er í hugum margra órjúfanlegur þáttur í jólaundirbúningnum.
Flytjendur:
Pálmi Gunnarsson
Ragnheiður Gröndal
Blandaður kór
12 manna strengjasveit
ásamt hljómsveit undir stjórn Þóris Úlfarssonar
Sérstakir gestir:
Sigurður Helgi Pálmason
Ragnheiður Helga Pálmadóttir
Ninna Rún Pálmadóttir
Hljóðhönnun:
Haffi Tempó
Ljósameistari:
Andri Guðmundsson
Sviðsetning og útlit:
Jóhann Örn Ólafsson
Theodóra Sæmundsdóttir