Tónlistarmaðurinn KK eða Kristján Kristjánsson heldur tónleika í Bergi í Hljómahöll þann 10. október. KK spilaði á litlum tónleikum á Rokksafni Íslands á nýliðinni Ljósanótt sem voru í einu orði sagt stórkostlegir. KK kemur fram einn með gítarinn í Bergi sem er glænýr salur í Hljómahöll sem skartar afar góðum hljómburði. KK mun flytja lög úr lagasafni sínu sem spannar orðið yfir aldarfjórðung og hafa verið leikin á götum og torgum Evrópuborga og í glæstustu sölum víða um heim.
Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 þann 10. október. Miðaverð er aðeins 2000 kr. Miðasala hefst mánudaginn 15. sept. kl. 11:00.
Takmarkað magn miða í boði!