Ritstjórn Iceland News Polska bjóða landsmönnum öllum – óháð uppruna þeirra og tungumálakunnáttu – á einstaka tónleika í flutningi einna af fremstu listamönnum Póllands.
MozArt Group hefur hlotið fjölmörg verðlaun, m.a. Grand Prix verðlaunin á Festival of Satire and Comedy í Lidzbark, Grand Prix verðlaunin á European Humor Festival GAGY í Slóvakíu og Grand Prix verðlaun, áhorfendaverðlaunin og fjölmiðlaverðlaunin á Festival des Artes Burlesques í Frakklandi. Síðast en ekki síst hlaut hópurinn sérstök verðlaun og viðurkenningu frá pólska menningarmálaráðuneytinu fyrir framlag sitt til menningar og tónlistar síðustu ár.
Félagarnir Filip, Mikael, Pawel og Bolek hafa ferðast um heim allan og komið fram hundruði sinna. Árið 2011 heimsóttu þeir 24 lönd og frumfluttu dagskrá sína t.d. í Bretlandi, Bandaríkjunum, Tyrklandi, Portúgal og Frakklandi. Árið 2013 komu þeir í fyrsta skipti fram í Kína – uppselt var á tónleika þeirra í tónleikahúsinu National Centre for the Performing Arts (NCPA) í Beijing og Shanghai Oriental Art Center (SOAC) í Shanghai. Ísland er hins vegar eitt af þeim löndum sem MozArt Group hefur enn ekki heimsótt.
Dagskráin er laus við orð og tal og byggir einungis á hnyttnum flutningi og túlkun á klassískri tónlist. Þetta hafa hins vegar tónlistarmennirnir sjálfir um list sín að segja: „We exist despite the sober formality of great concert halls, despite the boredom of classical musicians' life, despite fanatic lovers of classical music, despite fans of rock, rap or pop who are afraid of classical music. We treat our Muse with a humorous irony and we're sure, she will have nothing against it!“