Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Gæran 2013 - 15. - 17. ágúst

$
0
0
Mynd

Tónlistarhátíðin Gæran er nú haldin fjórða árið í röð í húsakynnum Loðskinns á Sauðárkróki í einu sútunarverksmiðju landsins. Gæran leggur áherslu á að bjóða upp á vandaða og fjölbreytta tónlist, ný og upprennandi bönd í bland við reyndari tónlistarmenn.

Dagskrá Gærunnar teygir sig yfir þrjá daga. Sólóistakvöld er haldið á fimmtudeginum á barnum Mælifelli og stóru tónleikarnir eru á föstudeginum og laugardeginum á aðalsvæði hátíðarinnar. Það er 18 ára aldurstakmark á hátíðina en yngri tónlistarunnendur eru velkomnir í fylgd með foreldri/forráðamanni. 12 ára og yngri fá frítt inn á hátíðina.

Þeir tónlistarmenn sem koma fram á tónleikunum í ár eru:
Alchemia, Baggabandið, Bellstop, Blind Bargain, Contalgen Funeral, Dusty Miller, Funk that shit, Hymnalaya, Jónas Sig, Kontinuum, Sometime, Stafrænn Hákon, Steinsmiðjan, The Royal Slaves, The Vintage Caravan, The Wicked Strangers, Tilbury, Úlfur Úlfur, Ultra Mega Technobandið Stefán, Valdimar og XXX Rottweiler.

18 ára aldurstakmark.

Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696