Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Janis Carol og Linda Walker - á Litlu Jazzhátíðinni í Hafnarfirði

$
0
0

Litla Jazzhátíðin í Hafnarfirði. 21. og 22. ágúst í Bæjarbíó á vegum Jazzklúbbs Hafnafjarðar.

Föstudagurinn 22. ágúst 
Þá mun söguleg stund eiga sér stað enn og aftur í Bæjarbíó þegar “Fjarðarsystur” þær Janis Carol og Linda Walker munu stíga á stokk. 

“Það eru 40 ár síðan við Linda Walker systir mín og ég sungum saman síðast. Það var í sjónvarpinu 1974. í tilefni þess ætlum við að halda tónleika saman í Bæjarbíó. Við ólumst upp í Hafnarfirði og er Bæjarbíó því tilvalinn staður fyrir okkur að koma fram á. Með okkur spila þessir frábæru hljóðfæraleikarar: Kjartan Valdemarsson - píanó, Andres Thor - gítar, Gunnar Hrafnsson - bassa, Jóhann Hjörleifsson - trommur. Þar að auki hef ég beðið litlu dótturdóttur mína Hafdis Jana að syngja með okkur en hún kom fram á 'Ísland Has Talent' s.l. vor. Þetta kvöld munum við flytja allskonar góða standarda úr jazzögunni og segja sögur við hæfi. Þetta verður notaleg kvöldstund í afar þægilegu umhverfi.”

Þess má geta að nýleg plata Janisar ‘Here’s To Love’ verður seld á tónleikunum. Miðaverð 2500,- kr. 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696