
Kammermúsíkklúbburinn býður upp á fjölbreytta tónleika í vetur. Kammertónlist af ýmsum toga er flutt af fremstu tónlistarmönnum landsins. Í Norðurljósasal Hörpu óma perlur tónbókmenntanna í bland við ný, íslensk verk, allt frá sellósvítum Bachs til nýrra verka eftir Báru Grímsdóttur, Daníel Bjarnason og Elínu Gunnlaugsdóttur.