Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Anna Mjöll - Dave Weckl

$
0
0

Anna Mjöll Ólafsdóttir er ein eftirsóttasta djasssöngkonan í Los Angeles um þessar mundir og er eina fastràðna söngkonan í glæsilegasta djassklúbbi Los Angeles borgar "Herb Alpert's Vibrato" sem er í Bel Air hverfinu í L.A. þar sem hún syngur jafnan fyrir troðfullu húsi með Pat Senatore tríóinu. 

Anna Mjöll ferðaðist og söng með spænsku stórstjörnunni, söngvaranum Julio Iglesias á tónleikaferð um hans um víða veröld í nokkur ár.

Hún hefur gefið út tvo djassgeisladiska, "Shadow Of Your Smile" og "Christmas Jazzmas" þar sem á má finna alþekkt, sígild lög í einstökum útsetningum föður hennar, Ólafs Gauks, leikin af nokkrum af fremstu tónlistarmönnum Los Angeles borgar. Og nú er væntanlegur nýr geisladiskur hljóðritaður í klúbbnum Vibrato,"Anna Mjöll - Live At Vibrato".

Auk þess að koma fram sem djasssöngkona, samdi Anna Mjöll nokkur lög í kvikmyndina "For Your Consideration" sem Christopher Guest leikstýrði.

Anna Mjöll hélt síðast tónleika á Café Rosenberg í febrúar, 2013 og komust þá færri að en vildu.

Ekki gafst tîmi fyrir aukatónleika þá, vegna anna vestanhafs og sama verður upp á teningnum núna, aðeins einir tónleikar 19.apríl, 2014.

Efnisskráin er fjölbreytt en Anna Mjöll mun m.a. flytja lög sem þekkt eru í flutningi Ellu Fitzgerald, Astrud Gilberto, Söruh Vaughan, Billie Holiday, Marilyn Monroe og fleiri slíkra. Líka er Anna Mjöll þekkt fyrir að segja einstakar skemmtisögur á milli atriða, sem jafnan vekja mikla lukku!

„Dave Weckl er einn áhrifamesti trommuleikari allra tíma.

Weckl kemur hingað til lands til þess að miðla þekkingu sinni til íslenskra trommuleikara og heldur fyrirlestur og sýnikennslu fyrir þá sem hafa áhuga á að skyggnast inn í hugarheim hans.

Eftir kennsluna aetlar hann sidan ad koma fram med Önnu Mjöll á tónleikum hennar á Cafe Rosenberg 21. juli. kl 21:00. 

Dave Weckl hefur í raun verið goðsögn í tónlistarheiminum alveg frá því hann kom fyrst fram á sjónarsviðið með Electric-bandi Chick Corea árið 1986.

Weckl er almennt talinn einn al öflugasti djass-fúsjón-trommuleikari sögunnar og hafa fáir aðra eins tæknilega getu á hljóðfærið og er það mikil upplifun að sjá og heyra hann spila.

Weckl hefur í gegnum tíðina léð stórum nöfnum í tónlistinni krafta sína og má þar nefna aðila eins og Simon & Garfunkel, Robert Plant, Chick Corea og Mike Stern.

Síðustu misseri hefur Weckl unnið mikið með gítarleikurunum Mike Stern og Oz Noy ásamt hljómsveit danska bassaleikarans Chris Minh Doky, Nomads.

Svanhildur Jakobsdottir er landsmönnum alkunn. Hún kemur til með ad syngja nokkur vel valin Íslensk lög og vonandi geta sem flestir tekid undir með henni.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696