Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Innipúkinn 2014 - Föstudagur

$
0
0

Ólgandi stemmning í Reykjavík um Verslunarmannahelgina

Tónlistarhátíðin Innipúkinn fer fram í þrettánda skipti í Reykjavík um Verslunarmannahelgina. Innipúkinn 2014 teygir sig yfir þrjá daga og fer fram föstudags- og sunnudagskvöld, dagana 1. - 3. ágúst. Hátíðin í ár fer fram á hinum nýuppgerðu og vinsælu stöðum Húrra og Gauk á stöng.

Innipúkinn hefur farið víða síðan hátíðin var fyrst haldin árið 2002. Margir af fremstu tónlistarmönnum og skemmtikröftum landsins hafa komið fram á hátíðinni - og má þar nefna Ómar Ragnarsson, Gylfi Ægisson, Raggi Bjarna, Þú og ég, Dikta, FM Belfast, Trabant, Mínus, Mugison, Megas, Hjaltalín, Ólöf Arnalds og svo mætti lengi áfram telja. Auk þess hafa erlendir gestir á borð við Cat Power, Blonde Redhead, Raveonettes, Jonathan Ritchman og Television spilað á púkanum. Innipúki undanfarinna ára hefur verið alfarið íslenskur og verður ekki breyting á því í nú - enda af nægu góðu og skemmtilegu að taka í fjölbreyttri tónlistarflóru landsins.

Aðstandendur Innipúkans hvetja áhugasama til að tryggja sér hátíðar-armband (3 daga passa) í tíma, til að missa ekki af neinu.

Miðar og armbönd 

Aðgöngumiðar eru í formi armbands, en hátíðar-armböndin eru slitsterk og eiguleg. Þannig að allir geta komið og farið að vild. Armböndin fást afhend á Gauknum gegn framvísun Midi.is aðgöngmiða.

Einnig veður hægt að kaupa miða á stakt kvöld, bæði á midi.is og við hurð.

Staðfest bönd á Innipúkann í ár eru:

Orphic Oxtra
Snorri Helgason
Borko + Futuregrapher
Sin Fang
Reykjavíkurdætur
Kvöl
Loji
Benni Hemm Hemm
Mr. Silla + Emiliana Torrini (acoustic set)
Amaba Dama
Bob Justman
Markús & The Diversion Sessions
Ólöf Arnalds
Ojba Rasta
Muck
Börn
Futuregrapher
Sísí Ey
Kælan Mikla
Quadruplos
Tanya & Mallon
Lazy Bones & Dj Myth
Good Moon Dear
Kött Grá Pjé

Fleiri bönd munu bætast við á næstu misserum. Dagskrá verður tilkynnt síðar.

Vinsamlegast athugið

20 ára aldurstakmark er á viðburðinn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696