LungA - Listahátíð Ungs Fólks er glæsileg listahátíð haldin á Seyðisifirði ár hvert. Skapandi ungmenni hvaðan af á landinu streyma til bæjarins og búa saman til, ekki aðeins frábæra stemmningu, heldur einnig áhugaverða list.
Eftir heila viku af glæsilegum viðburðum á borð við vinnusmiðjur, gjörninga og hönnunar og listasýningar, þýðir ekkert minna en að fagna rækilega.
Því hafa lokatónleikar LungA fest sig í sessi sem gleðilegur viðburður á laugardagskvöldinu; uppskeruhátíð og tónlistarveisla.
LungA leggur sig fram við að bjóða upp á fjölbreytt og spennandi úrval lista alla hátíðina og eru tónleikarnir engin undantekning. Ungar og ferskar hljómsveitir munu koma frá á sviði sem hannað og smíðað verður af listafólki á hátíðinni og kvöldið verður því bæði veisla fyrir augu og eyru.
Retro Stefson
Hermigervill
Sin Fang
Moses Hightower
Prins Póló
Cell 7
Vinsamlegast athugið
Forsala miða fer fram á midi.is á 3.900 kr til miðnættis þann 18. júlí. Miðasala fer svo fram í Herðubreið á Seyðisfirði á föstudeginum kl 12:00-20:00 og á laugardeginum frá 11:00 - 21:00, eftir það er hægt að kaupa miða við inngang fram eftir kvöldið.