Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Ásgeir Trausti - Tónleikar

$
0
0
Ásgeir er landsmönnum að góðu kunnur fyrir ótrúlega velgengni frumraunar hans á tónlistarsviðinu, plötunnar Dýrð í dauðaþögn. Platan sem kom út í september 2012 sló rækilega í gegn, fékk frábæra dóma og seldist í förmum. Um er að ræða mest seldu frumraun nokkurs íslensks tónlistarmanns. 

Platan fékk fjölda verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununum 2012, var tilnefnd til Norrænu tónlistarverðlaunanna 2012 og í janúar síðast liðnum hlaut Ásgeir hin eftirsóttu EBBA-verðlaun sem eru veitt þeim sem hafa náð góðum árangri í að koma tónlist sinni á framfæri fyrir utan sitt heimaland. 

Ensk útgáfa af Dýrð í dauðaþögn sem nefnist In the Silence kom út í Bretlandi og Evrópu í lok janúar á vegum útgáfufyrirtækisins One Little Indian og í byrjun mars kom platan út í Bandaríkjunum á vegum Columbia Records. 

Framundan hjá Ásgeiri eru fjölmörg tónleikaferðalög til að fylgja ensku útgáfunni eftir í Evrópu, Japan, Ástralíu og Bandaríkjunum.

Vinsamlegast athugið

18 ára aldurstakmark er á viðburðinn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696