Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Blue Lagoon Soundtrack - Útgáfutónleikar

$
0
0
DJ Margeir og gestir með útgáfutónleika í Bláa Lóninu á Jónsmessu

Þriðji tónlistardiskur Bláa Lónsins kemur út á Jónsmessu en hann er hugarsmíð DJ Margeirs sem sá um lagaval og hljóðblöndun. Í tilefni af útgáfu hans verða haldnir einstakir kvöldtónleikar á Jónsmessu, þriðjudaginn 24. júní í Bláa Lóninu. 

Lónið og umhverfi þess hefur síðustu ár verið nýtt sem tónlistarvettvangur við sérstök tækifæri en þessir tónleikar DJ Margeirs og félaga munu eiga sér algjöra sérstöðu í sögu lónsins. 

Ásamt Margeiri kemur hljómsveitin Gluteus Maximus fram á tónleikunum ásamt Högna Egilssyni, Daníel Ágúst og Ásdísi Maríu Viðarsdóttur. Einnig mun rafsveit Ólafs Arnalds og Janusar úr Bloodgroup, Kiasmos stíga á stokk.

Tónleikarnir hefjast kl. 22 að kvöldi Jónsmessu og standa til miðnættis.Tónleikagestir fylgjast með tónleikunum ofan í Bláa Lóninu. 

Miðaverð er 3.500 krónur og er aðgangur í lónið innifalinn. 

Athugið að hægt er að bæta við akstri frá/til Reykjavík fyrir 3.500 krónur. 

Vinsamlegast athugið

Rútan leggur af stað frá umferðarmiðstöðinni BSÍ, kl. 21:00. Brottför frá Bláa Lóninu að loknum tónleikum er áætluð um kl. 00:30.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696