Hljómsveitin Brother Grass hefur bundið balann á bílinn, stillt saman víbraslappa, raddir, þvottabretti og nefflautur og heldur til Græna hattsins mánudagskvöldið 16. júní til að fagna Þjóðhátíðardeginum og lífinu almennt.
Margradda söngur, gítarleikur og óhefðbundin hljóðfæri einkenna hljómsveitina, sem flytur alþýðutónlist sem oftar en ekki er í bluegrass og Americana stíl.
Vinsamlegast athugið
18 ára aldurstakmark er á viðburðinn.