Heiðurssveitin Stóns er fyrir löngu orðin þekkt nafn í íslensku tónlistarlífi. Stóns var stofnuð á síðasta áratug með það fyrir augum að gera tónlist risarokkaranna í Rolling Stones hátt undir höfði. Sveitin hlaut þá um leið verðskuldaða athygli fyrir færni og líflega sviðsframkomu og þótti koma tónlistinni einstaklega vel til skila.
Fremstan meðal jafningja þarf að telja söngspíruna Björn Stefánsson sem þó er þekktastur fyrir að berja húðir með rokksveitinni Mínus. Mörgum kom því á óvart þegar hann stimplaði sig inn sem söngvara en að auki þykir Björn líkjast sjálfum Mick Jagger á hans yngri árum, bæði í útliti og töktum. Tónleikar Stóns eru því annað og meira en hefðbundnir heiðurstónleikar og haft hefur verið á orði að upplifunin sé líkt því að ferðast aftur í tímann.
Eftir þónokkuð langan dvala rís Stóns nú upp úr öskunni og hyggst blása til risatónleika bæði sunnan og norðan heiða. Laugardaginn 4. október verður rokkað í Háskólabíói og sléttri viku síðar, Föstudaginn 10. október, í Hofi á Akureyri. Ekkert verður til sparað til að gera upplifunina sem glæsilegasta og mega gestir því eiga von á góðu.
Stóns skipa:
Björn Stefánsson (Mínus) – Söngur
Bjarni Magnús Sigurðarsson (Mínus) – Gítar
Birgir Ísleifur Gunnarsson (Motion Boys) – Píanó
Karl Daði Lúðvíksson (Lights on the Highway) – Bassi
Frosti Runólfsson (Legend) – Trommur
Að auki koma að tónleikunum fjöldi þekktra listamanna, tónlistarfólk sem sameinast í brenndandi áhuga á Rolling Stones, efni þeirra og sögu.