Um hátíðina
Podium festival er kammertónlistarhátíð sem haldin er í fjórða sinn í ár, dagana 5. – 8. júní. Á hátíðinni er klassísk tónlist, allt frá endurreisnartíma til dagsins í dag, leikin af framúrskarandi ungu tónlistarfólki sem um þessar mundir leggur grunninn að ferli sínum.
Podium festival á Íslandi dregur nafn sitt af samskonar hátíðum í Þýskalandi og Noregi. Hátíðirnar tengjast og eiga það sameiginlegt að þar er samvera, spilagleði og frumkvæði tónlistarfólksins í forgrunni. Flytjendurnir eru sínir eigin listrænu stjórnendur.
Að þessu sinni koma tónlistarmennirnir frá fjórum löndum: Íslandi, Noregi, Þýskalandi og Austurríki. Staðartónskáld í ár er Halldór Smárason en hann stundar framhaldsnám í tónsmíðum í New York. Verk úr smiðju hans verður frumflutt á tónleikum í Norræna húsinu. Dagskrá // facebook-síða hátíðarinnar
Tónleikar
Fimmtudagur 5. júní kl. 19:30, Norræna húsinu – Opnunartónleikar
Föstudagur 6. júní kl. 19:30, K2 Hörpu – Inn í myrkrið
Laugardagur 7. júní kl. 14, Norræna húsinu – Dáið þér kammermúsík?
Laugardagur 7. júní kl. 21, KEX Hostel – Kex Klassík
Sunnudagur 8. júní kl. 15, Norðurbryggju Hörpu – Lokatónleikar
Dagskrá í Hörpu
Föstudagur 6. júní kl. 19:30, K2 Hörpu – Inn í myrkrið
Föstudaginn 6. júní kl. 19:30 leiða tónlistarmenn Podium festivals tónleikagesti inn í niðamyrkur í neðri kjallara Hörpu. Tónleikagestum og flytjendum gefst hér tækifæri á því að rannsaka eigin skilningarvit í nýju umhverfi.
Verk eftir John Adams, J.S.Bach, Petris Vasks, Arvo Pärt, Heinrich Ignaz Franz Biber, Esa Pekka Salonen, Béla Kovács og William Byrd flutt í niðamyrkri.
Sunnudagur 8. júní kl. 15, Norðurbryggju Hörpu – Lokatónleikar
Philippe Hersant - Im Fremden Land
Arngunnur Árnadóttir - klarínetta, Eygló Dóra Davíðsdóttir - fiðla, Laufey Jensdóttir - fiðla, Mischa Pfeiffer - víóla, Janusz Heinze - selló, Andreas Donat - píanó
Nikolai Kapustin - Fiðlusónata
Magnus Boye Hansen - fiðla, Mathias Susaas Halvorsen - píanó
Leo Ornstein: Píanókvintett
Hulda Jónsdóttir - fiðla, Magnus Boye Hansen - fiðla, Mischa Pfeiffer - víóla, Mathias Johansen - selló, Mathias Susaas Halvorsen - píanó