Hjartagátt eru bráðskemmtilegir og hjartastyrkjandi tónleikar sem haldnir verða í Gamla bíói, þriðjudaginn 27.maí með mörgu af okkar besta tónlistarfólki.
Bubbi Morthens, Ellen Kristjánsdóttir, Helgi Björnsson, Geir Ólafsson, Andrea Gylfadóttir, Jakob Frímann Magnússon, Berglind Björk Jónasdóttir og hljómsveitin Thin Jim með Páli Rósinkranz.
Kynnir verður Guðmundur Steingrímsson harmonikuleikari
Hjartagátt Landsspítalans við Hringbraut sinnir bráðaþjónustu við hjartasjúklinga og eru tónleikarnir haldnir til að vekja athygli á hvert skal leita ef grunur um bráð hjartavandamál er að ræða
Það er Hjartalíf sem stendur að tónleikunum og rennur miðasalan óskipt til söfnunarinnar sem ætluð er til að bæta aðbúnað Hjartagáttar.
Komdu, njóttu og láttu gott af þér leiða.