Nú í júní mun hljómsveitin Klassart gefa út sína þriðju breiðskífu, Smástirni, og af því tilefni ætlar hljómsveitin halda tónleika á Græna hattinum fimmtudaginn 26. júní ásamt hljómsveitinni Soffía Björg Band.
Hljómsveitin Klassart var stofnuð af systkinunum Fríðu Dís og Smára Guðmundsbörnum snemma á þessari öld. Smástirni er þriðja plata hljómsveitarinnar en áður hafa komið út Bottle of Blues (2007) og Bréf frá París (2010). Fríða syngur og Smári spilar á bassa, Björgvín Ívar Baldursson (Lifun, Eldar) spilar á hljómborð og gítar, Örn Eldjárn (Orfía, Tilbury) á gítar, Baldur Guðmundsson á hljómborð, Særún Lea Guðmundsdóttir og Soffía Björg (Orfía, Brother Grass) sjá um bakraddir, Gunnar Skjöldur Baldursson sér um syntha og Þorvaldur Ingveldarson (Coral) lemur húðir.
Hljómsveitin Soffía Björg Band hitar upp en hana skipa þau Soffía Björg (gítar og söngur), Örn Eldjárn (gítar), Ingibjörg Erla Turchi (bassi; Boogie Trouble) og Þorvaldur Ingveldarson (trommur).