Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Flaming Lips - Tónleikar

$
0
0

Flaming Lips munu ásamt The War on Drugs loka Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni sunnudaginn 9. nóvember í Valsheimilinu að Hlíðarenda. Takmarkað magn miða er nú sett í umferð fyrir þá sem vilja tryggja sér miða á þennan magnaða viðburð!

Flaming Lips hefur verið starfandi síðan á 9. áratug síðustu aldar og hefur skipað sér í sessi áhugaverðustu rokksveita síðustu ára. Bandaríska sveitin The War on Drugs gáfu nýverið út sína þriðju breiðskífu við mikið lof gagnrýnenda.

Tónleikar þessa sveita á Iceland Airwaves eru eitthvað sem enginn tónlistarunnandi má láta framhjá sér fara en engu verður til sparað í uppsetningu og umgjörð lokatónleikanna.

Almennur Iceland Airwaves miði veitir aðgang að tónleikunum Flaming Lips og The War on Drugs með sama hætti og á aðra tónleika hátíðarinnar en takmarkað magn af miðum, 2200 samtals, verður í boði. Miðunum verður dreift til miðahafa Iceland Airwaves án endurgjalds föstudaginn 7. nóvember kl. 12 í Hörpu eftir „fyrstur kemur, fyrstur fær“ reglunni. Eitt armband = einn miði á Flaming Lips. 

Vinsamlegast athugið

20 ára aldurstakmark er á viðburðinn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696