Quantcast
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Rozhdestvensky snýr aftur - Gul - tónleikaröð

Image may be NSFW.
Clik here to view.
Mynd

Sinfóníuhjómsveit Íslands
Rozhdestvensky snýr aftur

Gennady Rozhdestvensky er goðsögn í lifanda lífi og einn kunnasti hljómsveitarstjóri samtímans. Milli hans og Sinfóníuhljómsveitarinnar hefur myndast náið samband sem skapað hefur ógleymanlegar stundir í tónleikasal. Í fylgd meistarans er eiginkona hans, píanóleikarinn Viktoria Postnikova, og í farteskinu þrjú öndvegisverk rússneskra tónbókmennta.

Hátíðarforleikurinn Rússneskir páskar er hið síðasta í röð þriggja glæsiverka sem Rimsky-Korsakov samdi á árunum 1886-87. Páskaforleikurinn er byggður á fornum trúarsöngvum rússnesku ortódoxkirkjunnar. Píanókonsertinn sem Korsakov samdi fyrr á sama áratug byggir aftur á móti á einu stefi, rússnesku þjóðlagi. Konsertinn er óvenjustuttur en tilkomumikill í alla staði.

Einhvers staðar stendur að 10. sinfónía Sjostakovitsj sé 48 mínútur af harmi, örvæntingu, ótta og ofbeldi og tvær mínútur af sigurgleði. Sinfónían var frumflutt í árslok 1953, átta mánuðum eftir dauða Stalíns, en álitið er að í verkinu dragi tónskáldið upp mynd af lífinu í Ráðstjórnarríkjunum á tímum Stalíns.

Gennady Rozhdestvensky er annálaður túlkandi tónlistar Sjostakovitsj og því einkar spennandi tónleikar í vændum.

Nikolai Rimsky-Korsakov 
Rússneskir páskar
Píanókonsert
Dmitríj Sjostakovitsj
Sinfónía nr. 10
Gennady Rozhdestvensky 
hljómsveitarstjóri
Viktoria Postnikova
einleikari


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696