
Töfrahetjurnar er frábær fjölskyldusýning sem inniheldur heimsfrægar sjónhverfingar og ótrúleg töfrabrögð. Áhorfendur fá að taka virkan þátt í sýningunni og nokkrir heppnir fá að aðstoða Töfrahetjurnar. Í sýningunni fá áhorfendur að sjá alvöru töfradýr og fá myndir af sér með hetjunum eftir sýninguna.
Töfrahetjurnar eru samblanda af nokkrum framúrskarandi einstaklingum sem geta gert ótrúlega hluti. Í töfrahetjunum eru meðal annars Einar Mikael töframaður og Viktoría töfrakona ásamt fleiri hetjum.
Sýningin er til styrktar Karenar systur Hermanns töframanns sem er að keppa í Íslands Got Talent. Verið er að safna fyrir aðgerð til að laga hryggskekkju sem Karen er með og vekja athygli á málstaðnum.
Töfrahetjurnar bjóða alla velkomna til að upplifa ótrúlega hluti og sjá töfrandi sýningu í Salnum.
Hérna eru upplýsingar til að leggja inná styrktarreikninginn frjáls framlög.
Reikningsnúmer: 322-13-110342
Kt: 031296-2349