Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Anna Mjöll - Tónleikar

$
0
0
Mynd

Anna Mjöll er eftirsótt djasssöngkona í Los Angeles og er fastráðin í glæsilegasta djassklúbbi Los Angeles borgar, Herb Alpert's Vibrato, um þessar mundir. Hún söng með spænsku stórstjörnunni Julio Iglesias og tók þátt í tónleikaferðalögum hans víða veröld í nokkur ár.

Hún hefur gefið út geisladiskana "Shadow Of Your Smile" og "Christmas Jazzmaz" og nú er nýr geisladiskur í vinnslu, sem væntanlega kemur glænýr og glóðvolgur með henni norður á Akureyri á páskunum. En á páskadagskvöld mun Anna Mjöll koma fram á hinum afar vinsæla klúbbi, Græna hattinum, á Akureyri, og eru tónleikar hennar hluti af tónleikaröð JAZZAK.

Efnisskráin er fjölbreytt og við allra hæfi. Áheyrendur munu heyra gamalkunna tóna í anda Ellu Fitzgerald, Billie Holiday, Söruh Vaughan, Astrud Gilberto, Marilynar Monroe og fleiri slíkra. Á milli laga heldur Anna Mjöll uppi stuðinu með athyglisverðum skemmtisögum af óvæntu tagi.

Hljómsveitina skipa:
Risto Laur - píanó
Stefán Ingólfsson - rafbassi
Halldór G. Hauksson - trommur
Ludvig Kári Forberg - víbrafónn
Sérstakur gestur - Svanhildur Jakobsdóttir


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696