
Stórsveit Reykjavíkur heldur tónleika í Silfurbergi, Hörpu sunnudaginn 2. Mars kl. 20.
Tónleikarnir verða helgaðir swing-tímabilinu eða gullöld sveiflunnar. Glæsilegir galatónleikar þar sem ekkert er til sparað við að endurskapa frumgerðir glæsilegustu laga gullaldarinnar. Leikin vera mörg af þekktustu lögum merkustu stórsveita swing stílsins ss Benny Goodman, Artie Shaw, Jimmy Lunceford, Cab Calloway, Charlie Barnet, Tommy Dorsey, Les Brown, Glenn Miller, Duke Ellington og Count Basie.
Þrir gestasöngvarar koma fram: Björgvin Halldórsson, Helgi Björnsson og Ragnheiður Gröndal. Stjórnandi verður Sigurður Flosason