Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Saga Eurovision 2014 - Tónleikar

$
0
0
Mynd

Saga Eurovision var flutt í tali og tónum á níu stöðum út um allt land á sl. ári við fádæma undirtektir .
Tónleikaferðin náði hápunkti á lokatónleikunum sem fram fóru í troðfullri Eldborg í byrjun maí  en tónleikunum var síðan sjónvarpað á Rúv og fengu mikið áhorf.

Í kjölfar velgengni tónleikanna var ákveðið að endurtaka leikinn að ári og hafa þá með nýjum áherslum svo aðdáendur keppninnar geti gert tónleikanna að árlegum viðburði í maí, en það er einmitt þá sem aðalkeppnin fer fram. Sem fyrr er það Eurobandið sem leiðir fríðan flokk helstu Eurovisionfara okkar íslendinga en hljómsveitin sem stofnuð var í mars árið 2006, hefur skapað sér þá sérstöðu að leika einungis Eurovisionlög.

Flest eigum við skemmtilegar minningar tengdar Eurovision og munu sennilega margar rifjast upp á tónleikunum. Þetta er viðburður sem aðdáendur Eurovision, á öllum aldri, mega ekki missa af. Sannkölluð Eurovisionveisla fyrir augu og eyru!

Eurobandið
Benedikt Brynleifsson trommur
Kristján Grétarsson gítar
Þórir Úlfarsson hljómborð
Róbert Þórhallsson bassi

Söngvarar
Friðrik Ómar
Regína Ósk
Selma Björnsdóttir
Ásamt leynigestum


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696