
Frábærir styrktartónleikar með léttri stemmingu í Gamla bíó fimmtudaginn 20. febrúar, húsið opnar 20:30 og byrja tónleikarnir kl. 21. Tónleikarnir eru hluti af söfnunarátakinu Öll í einn hring sem tileinkað er Barnaspítala Hringsins.
Þar kom fram landsþekktir skemmtikraftar með gott hjartalag en þeir gefa alla vinnu sína og allur ágóði kvöldsins rennur því óskiptur til Barnaspítalans.
Meðal skemmtikrafta verða Jón Jónsson, Björn Jörundur, Friðrik Ómar, Matti Matt, Bubbi Morthens, Eyþór Ingi og Sverrir Bergmann.
Kynnar kvöldsins eru Pétur Jóhann og Sveppi.
Það verður sannkölluð gleðistemming, láttu þig ekki vanta.
Miðaverð er einungis 2.500 kr.