
Næsta laugardagskvöld mun hljómsveitin Stjórnin endurvekja gömlu góðu kjallarastemmninguna. Stjórnin mun leika sín vinsælustu lög ásamt vinsælustu smellunum frá þessu skemmtilega tímabili í Þjóðleikhúskjallaranum. Síðast komust færri að en vildu svo nú er um að gera að tryggja sér miða í tíma. Húsið opnar kl. 23.00 og stendur gleðin til kl. 03.00 eftir miðnætti.
Hljómsveitina skipa:
Sigríður Beinteinsdóttir: söngur
Grétar Örvarsson: Hljómborð
Friðrik Karlssson: Gítar
Jóhann Ásmundsson: Bassi
Sigfús Óttarsson: Trommur
22 ára aldurstakmark