
Sinfóníuhjómsveit Íslands
Sinfónían á Myrkum
Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Myrkum músíkdögum er jafnan spennandi efnisskrá þar sem ný íslensk tónlist er í forgrunni. Frumflutt verður nýtt verk eftir Þuríði Jónsdóttur auk þess sem tvö nýleg íslensk tónverk hljóma; Í sjöunda himni eftir Hauk Tómasson og The Isle is full of noises eftir Daníel Bjarnason, hljómsveitarstjóra tónleikanna. Efnisskrána fullkomnar Three Movements fyrir hljómsveit eftir bandaríska tónskáldið Steve Reich.
Í sjöunda himni eftir Hauk Tómasson var samið af tilefni vígslu Hörpu og frumflutt á opnunarhátíð hússins. The Isle is full of noises eftir Daníel Bjarnason var samið að beiðni Fílharmóníusveitar Los Angeles og var frumflutt árið 2012 og stýrði tónskáldið James Conlon frumflutningi verksins. The Isle is full of noises er samið fyrir hljómsveit og kór og munu Hamrahlíðarkórarnir taka þátt í flutningi verksins sem hljómar hér á landi í fyrsta sinn.
Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur um árabil verið virkur þátttakandi á Myrkum músíkdögum og hefur frumflutt mikinn fjölda af verkum á hátíðinni.
Haukur Tómasson
Í sjöunda himni
Daníel Bjarnason
The Isle is full of noises
Þuríður Jónsdóttir
Nýtt verk
Steve Reich
Three Movements
Daníel Bjarnason
hljómsveitarstjóri
Hamrahlíðarkórarnir
Þorgerður Ingólfsdóttir
kórstjóri