
Heimur óperunnar kynntur börnum á ævintýralegan hátt. Íslenska þýðingu gerði Þorsteinn Gylfason. Óp-hópurinn og Töfrahurðin í Salnum hafa tekið saman höndum um uppsetningu barnaóperunnar Hans og Grétu. Allir þekkja söguna um Hans og Grétu en tónlist Humperdincks og texti systur hans, Adelheid Wette, setja hana í ógleymanlega skondinn búning en um leið vekur hún fólk sterkt til umhugsunar um lífið og tilveruna. Í tónlistinni leynast stef sem eru íslendingum góðkunn eins og „Það búa litlir dvergar í björtum sal…“
Leikstjóri verður Maja Jantar en hún hefur sérhæft sig í óperusýningum fyrir börn.
Tónlistarstjórn verður í höndum Antoníu Hevesí. Söngvarar: Ásgeir Páll Ágústsson, Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Erla Björg Káradóttir, Hanna Þóra Guðbrandsdóttir, Hörn Hrafnsdóttir, Jóhann Smári Sævarsson, Margrét Einarsdóttir, Rósalind Gísladóttir og Þórunn Marínósdóttir.