Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Hans og Gréta - Barnaópera eftir Humperdinck

$
0
0
Mynd

Heimur óperunnar kynntur börnum á ævintýralegan hátt. Íslenska þýðingu gerði Þorsteinn Gylfason. Óp-hópurinn og Töfrahurðin í Salnum hafa tekið saman höndum um uppsetningu barnaóperunnar Hans og Grétu. Allir þekkja söguna um Hans og Grétu en tónlist Humperdincks og texti systur hans, Adelheid Wette, setja hana í ógleymanlega skondinn búning en um leið vekur hún fólk sterkt til umhugsunar um lífið og tilveruna. Í tónlistinni leynast stef sem eru íslendingum góðkunn eins og „Það búa litlir dvergar í björtum sal…“

Leikstjóri verður Maja Jantar en hún hefur sérhæft sig í óperusýningum fyrir börn.

Tónlistarstjórn verður í höndum Antoníu Hevesí. Söngvarar: Ásgeir Páll Ágústsson, Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Erla Björg Káradóttir, Hanna Þóra Guðbrandsdóttir, Hörn Hrafnsdóttir, Jóhann Smári Sævarsson, Margrét Einarsdóttir, Rósalind Gísladóttir og Þórunn Marínósdóttir.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696