Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Landsýn - Gul - tónleikaröð

$
0
0
Mynd

Sinfóníuhjómsveit Íslands
Landsýn

Finnski hljómsveitarstjórinn Jussi Jalas sem var tengdasonur Sibeliusar heillaðist af tónlist Jóns Leifs og hljóðritaði Sögusinfóníuna með Sinfóníuhljómsveit Íslands 1976. Landi hans Osmo Vänskä endurtók leikinn 20 árum síðar með fyrsta geisladiski BIS í röð útgáfufyrirtækisins á helstu verkum Jóns sem vakið hefur hrifningu víða um heim. Þeirra á meðal er Landsýn og Hafís þar sem Íslendingasögurnar og óvægin náttúra landsins eru tónskáldinu hugleikin.

Hljómsveitarverkið Storka var pantað af pólsku tónlistarhátíðinni Haustið í Varsjá og frumflutt þar. Eftir flutning verksins í Helsinki sagði gagnrýnandi verkið hlaðið skörpum hljóðmyndum, lagrænu tónmáli og djörfum hrynrænum drifkrafti. Haukur Tómasson hlaut tónskáldaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2004 fyrir kammeróperu sína Fjórði söngur  Guðrúnar.

Það tók Sibelius nokkur ár að ljúka við  5. sinfóníu sína í endanlegri mynd og naut hún strax mikillar hylli. Þegar menn stigu fyrst fæti á tunglið í beinni útsendingu lék breska sjónvarpsstöðin BBC sinfóníuna í bakgrunninum. Það má vissulega hverfa á vit alheimsvíðáttunnar í faðmi þessarar stórbrotnu hljómkviðu.

Haukur Tómasson
Storka (Magma)
Jón Leifs
Landsýn
Hafís
Jean Sibelius
Sinfónía nr. 5
Ilan Volkov
hljómsveitarstjóri
Schola cantorum og Mótettukór Hallgrímskirkju
Hörður Áskelsson
stjórnandi


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696