
Opnunartónleikar Reykjavik Visual Music – Punto y Raya Festival er frumflutningur á tveimur verkum, sem eru sérstaklega samin fyrir hátíðina af tónskáldunum Önnu Þorvaldsdóttur og Huga Guðmundssyni í samstarfi við listamennina Sigurð Guðjónsson og Bret Battey. Ásamt píanóleikaranum Tinnu Þorsteinsdóttur munu þau skapa stórkostlega sjónræna tónleika og gefa tóninn fyrir hátíðina næstu daga á eftir.
Reykjavik Visual Music – Punto y Raya Festival 2014 verður haldin í Hörpu og Listasafni Reykjavíkur dagana 30.janúar – 2.febrúar. Hátíðin er tileinkuð abstrakt kvikmyndum og sjónrænni tónlist. Á hátíðinni koma m.a. fram Ryoji Ikeda og Ryoichi Kurokawa, vinnustofur verða haldnar í Listasafni Reykjavíkur og sýndar verða fjöldi abstrakt stuttmynda. Opnunartónleikarnir verða frumflutningur á verkum sem tónskáldin Anna Þorvaldsdóttir og Hugi Guðmundsson hafa samið sérstaklega fyrir hátíðina í samvinnu við listamennina Sigurð Guðjónsson og Bret Battey. Hátíðin að að hluta til í samstarfi við Myrka músíkdaga.
Viðvörun vegna flogaveiki: Þessir tónleikar geta mögulega komið af stað flogakasti hjá þeim sem eru með ljósnæma flogaveiki. Vinsamlegast hafi það í huga við miðakaup.
Ryoji Ikeda / datamatics (ver.2.0)
Vinsamlegast athugið að það eru strobe áhrif af vídeói sem og hátt hljóðstig á tónleikunum