Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Mammút - Útgáfutónleikar

$
0
0
Mynd

Komdu til mín svarta systir er þriðja breiðskífa hljómsveitarinnar Mammút og verður útkomunni fragnað með tónleikum á Græna hattinum laugardagskvöldið 7.des.

Plötunni hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda fimm ár síðan að Karkari, síðasta plata Mammút kom út. Sú plata naut gríðarlegra vinsælda og skemmst er frá því að segja að platan náði hinum eftirsótta gullplötutitli nú í sumar.

Nýja platan, sem ber nafnið Komdu til mín svarta systir, hefur verið nokkuð lengi í fæðingu. Upptökur á plötunni hófust sumarið 2012 á Kóngsbakka með Axeli "Flex" Árnasyni. Meðlimir Mammút tóku sér síðan góða tíma í að nostra við öll smáatriði plötunnar í stúdíóinu Orgelsmiðjan, en þar hafði Magnús Øder yfirumsjón með upptökum ásamt því að hljóðblanda plötuna. Um plötuna má segja að hún er bæði þyngri og dimmari en það sem hljómsveitin hefur áður sent frá sér þó hún sé á köflum allt að því silkimjúk.

Nú þegar hafa tvö lög af plötunni fengið töluverða spilun, Salt og Blóðberg, og verður ekki annað sagt en að þau gefi fögur fyrirheit um restina af plötunni.

18 ára aldurstakmark

Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696