
DIMMA blæs til þungarokkstónleika í Kaldalóni í Hörpu, laugardaginn 14. Desember kl 20:00.
Sveitin sendi nýverið frá sér tvöfalda tónleikadiskinn MYRKRAVERK Í HÖRPU á CD/DVD, sem var mynd -og hljóðritaður á goðsagnakenndum tónleikum sveitarinnar fyrir fullum sal í Hörpu fyrr í vetur.
DIMMA mun fagna útgáfunni með því að flytja verkið MYRKRAVERK í heild sinni, ásamt eldri perlum af plötunum DIMMA og STIGMATA og er ekkert til sparað til að gera tónleikana að magnaðri veislu fyrir augu og eyru allra rokkara.
Þar má heyra og sjá Dimmu í sínu náttúrulega umhverfi; á stóru sviði, í hávaða, ljósum, svita og reyk. Þar sem kraftmikil rokktónlistin nýtur sín best!
Ekkert aldurstakmark er á tónleikana.
DIMMA eru:
Stefán Jakobsson : Söngur
Birgir Jónsson : Trommur
Silli Geirdal : Bassi
Ingó Geirdal : Gítar