Hljómsveitin Trap frá Ísafirði heldur upp á 50 ára afmæli í Bæjarbíói á milli jóla og nýárs í tilefni útkomu nýrrar plötu hljómveitarinnar.
Hljómsveitarmeðlimir hafa verið virkir í tónlilstarlífinu og má fyrstan nefna Rúnar Þór Pétursson sem er einn af þekktustu tónlistarmönnum landsins og hefur komið víða við.
Þar má t.d nefna tríóið ódauðlega GRM. Reynir Gudmundsson var meðlimur í ÝR, Örn Jónsson í Grafík, Kristján Hermanns í BG, Ingibjörg og Rúnar Vilbergs í Þursaflokknum.