Agent.is kynnir með látum..
Fyrsta alvöru partýi haustsins þar sem lineup kvöldsins verður heldur betur glæsilegt!
Herra Hnetusmjör, einn besti og vinsælasti rappari landsins kemur fram ásamt 24/7, en sá síðarnefndi er þekktastur fyrir lög eins og "Hvað er planið" og "Pening strax". Hann gaf einnig út sína fyrstu solo plötu FM 24/7 út í vikunni og hefur hún strax fengið frábær viðbrögð! Heimamaðurinn ORVAR ætlar að hita upp fyrir þessa veislu en hann var akkúrat að droppa nýju lagi á mánudaginn sem heitir "Já ég veit það"!
Það er óhætt að segja að það verður sannkölluð veisla á H30 næstkomandi laugardagskvöld!
MIÐASALA hefst á Miði.is á miðvikudag og HEY! Það er ódýrara í forsölunni, dýrara við hurð. Hvetjum alla til þess að nýta sér það! Einnig kemur forsölu miði þér framfyrir röð, nennir engin röð í kuldanum!