LÁRA RÚNARS FAGNAR ÚTGÁFU Á SINNI SJÖTTU PLÖTU, RÓTIN, ÞANN 31.OKTÓBER Í BÆJARBÍÓI HAFNARFIRÐI.
Lára Rúnars lauk nýverið við upptökur á sinni sjöttu breiðskífu sem kemur út á tónlistarveitum þann 4.október. Platan, sem hefur fengið titilinn Rótin, vann hún í samstarfi við Sóley Stefánsdóttir & Albert Finnbogason.
Tónleikarnir fara fram í Bæjarbíó Hafnarfirði, heimabæ Láru fimmtudagskvöldið 31.október k. 21.00.
MIðaverð er 4900 kr & fer miðasala fram í gegnum midi.is.
Hljómsveit Láru skipa ásamt Láru, Sóley Stefáns, Albert Finnboga, Arnar Gíslason, Birkir Rafn Gíslason, Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir & Unnur Jónsdóttir.
Lög og textar eftir Láru Rúnars & útsetningar í samstarfi við Sóley & Albert. Nú þegar hafa tvær smáskífur komið út. Fyrst Segja frá & síðan Altari. Þau lög má finna inn á Spotify og tilvalið að hlýða á til þess að fá tilfinningu fyrir stemningu kvöldsins.
Sjálf segir Lára að platan sé lágstemmd, einlæg og falleg. Lögin fjalla um hennar eigin reynsluheim, samskipti við fólk, sjálfsvinnuna & þroskan sem af henni hlýst. Hún fjallar um móðurhlutverkið, ástina, togstreituna sem lífið færir & fegurðina við að leysa hana úr læðingi.
Lára & hljómsveit munu skapa fallega stemningu & notalegt samtal um lífið og lögin.