Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Jólatónleikar Kristjáns Jóhannssonar -

$
0
0
Mynd

Jólatónleikar Kristjáns Jóhannssonar verða haldnir í Eldborg Hörpu þann 8. desember 2013 og hefjast kl. 20.

Um glæsilega jólatónleika er að ræða en ásamt Kristjáni munu m.a. stíga á svið Dísella Lárusdóttir, Kristinn Sigmundsson og Þóra Einarsdóttir. Stór kvenna- og stúlknakór verður einnig með á sviðinu og verður undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur. Þá mun 30 – 40 manna sinfóníuhljómsveit leika með undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar en hann hefur stýrt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands frá upphafi. Konsertmeistari verður Sigrún Eðvaldsdóttir.

Þetta verða léttklassískir og hátíðlegir jólatónleikar með fjölda þekktra jólalaga. Dagskráin leggur upp með að færa áhorfendum fagra hljóma, gleði og hátíðarstemmingu.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696