
Þorláksmessutónleikaröð Bubba Morthens á Akranesi, Akureyri og í Hörpu
Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens eru ómissandi liður í undirbúningi jóla hér á landi, hvort sem fólk mætir á sjálfa tónleikana eða hlustar á þá í útvarpi á meðan jólaundirbúningurinn er kláraður heima fyrir. Þessir tónleikar eru þeir 29undu í þessari einstöku, árlegu tónleikaröð en tónleikarnir fara nú fram í annað sinn í Eldborgarsal Hörpu.
Þorláksmessutónleikarnir aftur á þremur stöðum
Í fyrra var Bubbi með tónleika á Akureyri og Akranesi og er skemmst frá því að segja að uppselt var á Akureyri og vel mætt á Akranesi. Tónleikarnir á Akranesi verða 19. desember, 21. desember norðan heiða. Munu tónleikarnir á bæði Akranesi og á Akureyri verða með sama sniði og hinir venjubundnu þorláksmessutónleikar sunnan heiða.
Smelltu hér til að kaupa miða á Akureyri
Smelltu hér til að kaupa miða í Hörpu