
Helga Möller í 40 ár
Ferils- og Jólatónleikar
Helga Möller hefur verið ein ástsælasta söngkona landsins síðastliðna áratugi þar sem hún hefur komið víða við. Ferill hennar hefur til þessa verið afar fjölbreyttur og lög hennar átt miklum vinsælda að fagna meðal landsmanna. Hún er hvað þekktust fyrir að syngja með dúettnum Þú og Ég ásamt Jóhanni Helgasyni sem átti marga slagara á seinni hluta síðustu aldar. Helga var hluti af Icy tríóinu sem fór með Gleðibankann í Eurovision fyrir hönd Íslands í fyrsta skipti árið 1986. Helga hefur einnig sungið fjöldan allan af jólalögum og árlegir jólatónleikar hennar hafa fest sér vel í sessi síðastliðin ár.
Í tilefni af 40 ára starfsafmæli Helgu mun hún ásamt úrvalsliði hljóðfæraleikara og gestasöngvara halda tónleika í Austurbæ þ. 30 nóvember. Fyrri hluti tónleikanna verður tileinkaður farsælum ferli
Helgu þar sem flutt verða fjölmörg af hennar bestu lögum og mun hún njóta dyggrar aðstoðar margra listamanna sem hafa unnið með henni í gegnum tíðina. Jólin verða í aðalhlutverki eftir hlé þar sem Helga mun sjá um að koma fólki í jólaskap með sínum allra vinsælustu jólalögum.
Hljómsveitarstjóri verður enginn annar en Gunnar Þórðarson og mun Örn Árnason leikari sjá um að kynna tónleikana með sinni alkunnu snilld.
Hljómsveitina skipa:
Gunnar Þórðarson – gítar
Þórir Úlfarsson hljómborðs
Einar Valur Scheving trommur
Stefán Örn Gunnlaugsson hljóðmborð
Jón Rafnsson bassi
Vilhjálmur Guðjónsson gítar/saxófónn
Bakraddir:
Eva Ásrún Albertsdóttir
Erna Þórarinsdóttir
Stefán Örn Gunnlaugsson
Sérstakir gestir verða:
Hljómsveitin Celcíus
Dúettinn Þú og Ég – Helga Möller og Jóhann Helgason Eiríkur Hauksson Geirmundur Valtýsson Snörurnar Elísabet Ormslev
Stefán Hilmarsson