Til að setja allt á réttan stað og virkja hjartastöðina þá fáum við Jónas Sig og milda hjartað í það verkefni.
Jónas er óhræddur við að fylgja hjartanu og er því aldeilis vel við hæfi að hann setji mildina í Hjarta Hafnarfjarðar árið 2019.
Ekki skemmir fyrir að bæði börnin hans sem eru nú ekki svo lítil eru bæði starfsmenn Bæjarbíós og hafa verið nánast frá því að núverandi rekstraraðilar tóku við auk þess sem Áslaug móðir þeirra var um tíma driffjörður Bæjarbíós. Þetta verður því einskonar fjölskyldukvöld.
Velkominn Jónas Sig!
Kaupa bjórkort