
Óskar Pétursson tekur á móti landsþekktum listamönnum við undirleik hljómsveitar skipuð norðlensku tónlistarfólki.
Sannarlega er komin hefð á að Óskar Pétursson taki á móti landsþekktum listamönnum um páskana í Hofi en þetta er fjórða árið í röð sem að Óskar býður til sín gestum í Hamraborg. Á meðal gesta undanfarin ár hafa verið Örn Árnason, Kristján Jóhannsson, Valgeir Guðjóns, Eyþór Ingi og fleiri. Gestir Óskars páskana 2014 verða kynntir þegar að nær dregur.
Það má reikna fastlega með Óskar og gestir fari út um víðan völl hvort sem um er að ræða grín eða söng.