Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Extreme Chill Festival 2019 - Festival Pass 12. - 15. september

$
0
0

Tónlistarhátíðin Extreme Chill Festival fer fram í Reykjavík dagana 12.-15.september 2019 en þetta er 10.árið sem hátíðin er haldin. 

Extreme Chill er hátíð sem setur ávallt markmiðin hærra með hverju ári og hefur nú verið haldin bæði í Berlín og víða um land og hefur líka verið í samstarfi við ýmsar hátíðir bæði hérlendis og erlendis. 

Hátíðin mun eiga sér stað á fjórum mismunandi stöðum í miðborginni (auglýst síðar.)

Markmið hátíðarinnar er að kynna íslenska og erlenda raftónlistarmenn og tengja saman ólík listform, hljóðheim raftónlistarinnar og lifandi myndheim. Að tengja saman erlenda og innlenda tónlistar- og videó/myndlistarmenn og sköpun þeirra ásamt því að vekja athygli á rafrænni Reykjavík, raftónlistarhöfuðborg Íslands. 

Early bird Hátíðar passinn kostar aðeins 7900 kr fyrir alla fjóra dagana. Við hvetjum því fólk til að tryggja sér passa tímanlega en síðustu ár hefur selt upp og komumst færri að en vildu.

“4 daga tónlistarveisla þar sem íslenskir og erlendir listamenn með ólíkan bakgrunn á öllum aldri mætast í sköpun sinni undir áhrifum íslenskrar náttúru. Þetta verður leyndardómsfullt ferðalag um rafræna Reykjavík.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696