Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Kortér í kulnun: námskeið um streitustjórnun - Námsflokkar Hafnarfjarðar, gamla Lækjarskóla

$
0
0

Ertu kortér í kulnun?
Örstutt í örmögnun?
Stutt í streitu?

Í nútímasamfélagi er streita að buga mannskapinn
Þar sem við berjumst eins og ljón í Ártúnsbrekkunni í seinnipartstraffíkinni að sækja og skutla en ná líka skilafresti í vinnunni og fara í ræktina og að pósta flottum myndum á Instagram.

Daglegir gestir eru kvíðahnútur, þreyta, heilaþoka, svefnleysi, ör hjartsláttur og félagsleg einangrun. 

Á þessu námskeiði er farið yfir hvernig streita kemur fram í hegðun, hugsun og líkama.
Allt frá þarmaflóru upp í hugræna atferlismeðferð.
Hvernig grunnstoðir góðrar heilsu: mataræði, hreyfing, svefn og hugarfar hjálpa okkur að koma í veg fyrir og ná tökum á streitunni.

Þú ferð vopnaður verkfærum sálfræðinnar, trixum og tólum til að minnka áhrif streitu á líf þitt og kljást uppbyggilega við streituvaldana.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696