Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Á móti sól - Páskadansleikur - Tónleikar

$
0
0

Hljómsveitin Á móti sól er ein allra vinsælasta ballhljómsveit landsins. Strákarnir hafa verið að í rúm 20 ár og eftir þá liggja átta hljómplötur, sem margar hafa selst í bílförmum.

Hljómsveitin hefur gert bunka af vinsælum lögum; dillandi stuðlög á borð við Djöfull er ég flottur, Spenntur, Keyrðu mig heim, Salt, Ég verð að komast aftur heim og Æ mig langar upp á þig og svo rómantík eins og Hvar sem ég fer, Vertu hjá mér, Ég er til og Allt. Svo fáein dæmi séu tekin.

Það er orðið allt of langt síðan Á móti sól spilaði á balli í höfuðborginni, en nú er loksins komið að því. Bryggjan Brugghús fær að finna fyrir því á páskadag 21. apríl. Þar verður slegið upp alvöru sveitaballi með löðrandi tilboðum og látum. Eitt af merkilegustu atriðum kvöldsins verður þegar Magni Ásgeirsson söngvari hljómsveitarinnar mun hrista frumsaminn kokteil á barnum (Magni special) fyrir einn heppinn miðaeiganda. Það verður eitthvað!  


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696