Quantcast
Channel: Miði.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696

Ashkenazy og Ólafur Kjartan - Rauð - tónleikaröð

$
0
0
Mynd

Sinfóníuhjómsveit Íslands
Ashkenazy og Ólafur Kjartan

Heiðursstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Vladimir Ashkenazy, er einn af eftirsóttari tónlistarmönnum veraldar. Eftir um hálfrar aldar einstakan feril sem píanóleikari hefur hann að mestu snúið sér að hljómsveitarstjórn. Hann stjórnaði Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrst 1972 og hefur gegnt stöðu heiðursstjórnanda sveitarinnar í rúman áratug.

Ljóðaflokkurinn Söngvar og dansar dauðans eftir Modest Músorgskíj er sérlega áhrifamikil tónsmíð. Efnistök ljóðskáldsins Arseny Golenishchev-Kutuzov eru dökk áferðar; stríð, barnadauði og drykkjuskapur, og ber tónlistin þess merki. Sérstakt gleðiefni verður að heyra barítónsöngvarann Ólaf Kjartan Sigurðarson túlka þennan magnaða ljóðaflokk Músorgskíjs.

Tónaljóðið Dauðraeyjan eftir Sergej  Rakhmanínov er innblásið af samnefndu málverki Arnolds Böcklins sem  Rakhmanínov sá í París árið 1907. Tónlistin er rússnesk síðrómantík eins og hún gerist best við upphaf 20. aldarinnar.

Efnisskrána fullkomnar hin frábæra  1. sinfónía Johannesar Brahms. Sinfónían var lengi í smíðum og gerði Brahms margar atlögur að verkinu áður en hann varð sáttur við útkomuna.

Sergej Rakhmanínov 
Dauðraeyjan
Modest Músorgskíj 
Söngvar og dansar dauðans
Johannes Brahms
Sinfónía nr. 1
Vladimir Ashkenazy 
hljómsveitarstjóri
Ólafur Kjartan Sigurðarson 
einsöngvari


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2696