
Sálin hans Jóns míns fagnar í ár 25 ára afmæli. Af því tilefni stendur sveitin fyrir viðhafnartónleikum í Hörpu þann 9. nóvember. Verður þar mikið um dýrðir og ýmsu til tjaldað.
Tónleikadagskráin samanstendur af fjölmörgum af þekktustu lögum sveitarinnar í gegnum árin, auk nokkurra laga sem sjaldan heyrast. Af þessu tilefni verða Sálverjum til fulltingis ýmsir valinkunnir aðstoðarmenn.